Kristján Þór virðist, eins og ég, muna lengra en mánuð aftur í fortíðina. Hann vitnaði áðan í Kastjósinu til orða norska fjármálaráðherrans um að norskir skattgreiðendur ættu ekki að borga fyrir – og þá hugsaði Kristján sig um – þann ósoma sem hefði verið í gangi hér á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að Kristján hafi í raun munað hvaða orð Halvorsen notaði og það var “hægritilraunir“.