Sjálfstæðismenn og IceSave

Ég er svolítið hissa að enginn fréttamaður hafi spurt Sjálfstæðismenn að því hvers vegna þeim þyki svona mikilvægt að standa við lög sem þeir samþykktu ekki einu sinni? Ég hef ekki heldur skilið þau rök að ef Alþingi samþykkir lög þá megi ekki breyta þeim lögum ef meirihluti er fyrir því.

Ég tek fram að ég er hér ekkert að tala um IceSavemálið sem slíkt heldur bjálfalega röksemdafærslu.

Sjálfur tel ég að við hefðum átt að samþykkja samninginn óbreyttan og síðan koma aftur eftir 7 ár og segja: “Við getum ekki staðið við þennan samning enda vorum við kúguð til að samþykkja hann”. Væntanlega væru Hollendingar og Bretar ekki jafn reiðir þá og þar af leiðandi hægt að semja aftur. Það er of seint núna að fara þá leið.

Reyndar tel ég að við hefðum til að byrja með ekki átt að samþykkja IceSave ábyrgðirnar fyrir rétt tæpu ári síðan en það er líka of seint.