Fyrirsjáanlegir spurningahöfundar

Ég er að horfa á Útsvar frá því á laugardaginn sem við misstum af vegna árshátíðar Vantrúar. Spurt var um persónu í rússneskri skáldsögu. Ég sagði við Eygló að þetta væri nú án efa Stríð og friður, Glæpur og refsing eða Karamazov bræðurnir. Ekki hafði ég þó hugmynd um þetta. Liðin giskuðu síðan hvort á sína bók en sú þriðja var rétta svarið.