Marteinn

Ég hafði Martein í gangi áðan. Þetta var ekki sársaukafullt sem er framför frá flestum öðrum íslenskum gamanþáttum. En þetta var eiginlega ekkert fyndið.

Ég sá umfjöllun um þáttinn í Kastljósinu í vikunni. Þar kom fram að þau væru að vinna eftir einhverjum hefðbundum bandarískum formúlum. Ég veit ekki hvers vegna þeim þótti það nógu góð hugmynd til að nota það til að vekja áhuga fólks á þættinum.

Ég held satt best að segja að það væri alveg hægt að gera góða íslenska gamanþætti. Ég myndi hins vegar líta miklu frekar til Bretlands en Bandaríkjanna. Bæði er það þannig að húmorinn okkar er mjög breskur og hins vegar erum við í sama pakka að hver sería er ekki meira en kannski 6-8 þættir. Það er allt öðruvísi stíll yfir slíku.

Þannig að ef einhver vill ráða mig í að búa til íslenska gamanþáttaseríu þá er ég alveg til.