Hús- og þjóðfundur

Ég mæti alltaf á húsfundi. Ég er alltaf tilbúinn að tala um fullt af stöffi sem mætti betur fara í blokkinni. En það fer alltaf eins. Allir aðrir hafa hluti sem þeir vilja tala um. Húsfundirnir enda alltaf með því að fjalla um nákvæmlega sömu hlutina án þess að almennileg niðurstaða verði.

Mér datt þetta svona í hug þegar ég sé talað um alla jákvæðnina hinum svokallað Þjóðfundi. Ég er ekki viss um að allir verði jafn jákvæðir eftir á þegar þeir hafa reynt, og gefist upp á, að tala um það sem þeir vilja tala um.

Allavega er ég fullur efasemda ennþá.