Hverjir voru þjóðin?

Nú þegar “niðurstöður” “Þjóðfundar” eru komnar þá er ég ennþá spenntastur fyrir því hverjir mættu. Ég er sérstaklega áhugasamur um að vita hvaða félög og samtök fengu að senda fulltrúa og hverjir voru fulltrúar þeirra.

Það hverjir mættu segir mikið um niðurstöðurnar. Ég hef rekist á tvær slíkar þar sem fjallað er um kristni og af merkilegri tilviljun þá veit ég að tveir starfsmenn ríkiskirkjunnar voru á staðnum. Það bendir til þess að þeir einu sem hafi haft einhvern áhuga á ríkistrúnni í samhengi fundarins séu þeir beinlínis fá borgað fyrir að útbreiða hana og myndu lækka í launum ef trúfrelsi kæmist á.

Ég veit ekki hvort þessir starfsmenn ríkiskirkjunnar voru boðaðir sem fulltrúar hennar eða ekki. Ég veit bara að þeir voru þarna af því að annar sást á mynd frá fundinum og hinn bloggaði um það (og sagðist hafa komið að annarri kristnu ályktuninni). Ef ég vissi það ekki gæti ég misskilið málið og haldið að þarna hefði einhver af “þjóðinni” verið spenntur fyrir hlutverki kristni í framtíð Íslands.