Icesave og málþófið

Ég er núna búinn að hunsa tvö boð um að ganga í hóp sem hvetur til þess að Alþingi afgreiði Icesave strax (og hunsaði um leið boð um að gerast aðdáandi Indefence).

Ég er samt fylgjandi því að málið verði afgreitt sem allra fyrst en ég fæ ekki af mér að fordæma málþófið. Ég tel það hluta af þingræðinu og ekki fordæmdi ég það þegar VG fór þessa leið. Mín vegna mega þessir þingmenn eyða jólavertíðinni þarna.

En ég fatta samt ekki tilganginn. Það virðist ekki vera nein leið til að stoppa málið endanlega. Það eru ekki að koma fram neinir nýjir punktar. En það sem skiptir mestu máli er að staðan verður líklega verri eftir því sem við bíðum lengur. Við vitum alveg hverjir eru á móti málinu, sumir af einlægni en aðrir vegna lýðskrums. Það er komið á hreint og þeir geta alveg auglýst sig með andstöðunni þegar á líður. Ég sé samt ekki neitt á þessum tímapunkti sem bendir til annars en að það sé verra fyrir Íslendinga að tefja málið.