Samsærið um tölvupóstinn

Það er magnað að sjá hve mikið menn geta lesið í tölvupóst Indriða H. Þorlákssonar. Undarlegast er þó að það sé eitthvað plott í gangi hjá honum þegar hann segir:

I can be reached Thuesday and Wednesday at e-mail inhauth@mac.com and tel: +3548634332

Þetta er náttúrulega ergilegt þegar á að halda utan um gögn málsins og líklega ekki til fyrirmyndar þannig. Hins vegar er mér óskiljanlegt að sjá hvernig menn ætla að sjá plott út úr þessu til að fela gögn. Hér er líklegast að Indriði hafi verið á ferðalagi og ekki getað komist í netpóstinn sinn. Gáfnatröllið Eyþór Arnalds telur að þessi kenning standist ekki þar sem hægt sé að komast í vefpóst á vef stjórnarráðsins. Einfeldni Eyþórs virðist vera fólgin í því að gera ráð fyrir að Indriði hafi verið með nettengda tölvu með sér þessa daga. Ég hefði frekar haldið að hér væri um tölvupóstfang sem Indriði á auðvelt að nota í gegnum farsíma. Ég hef allavega aldrei náð að láta Háskólapóstinn minn virka í símanum en get notað Gmail.

Það sem er samt undarlegast við þessa samsæriskenningu er að Indriði talar um tvo daga sem hægt er að nota þetta tölvupóstfang til að ná í hann. Hvaða plott gæti mögulega krafist þess að það séu bara tveir dagar sem nauðsynlegt er að koma bréfum undan en allt fyrir og eftir þá daga væri í lagi? Það virðist þar að auki vera vinnureglan þarna að áframsenda þessa pósta bæði á Svavar Gests og Steingrím J. sem eru báðir með tölvupóstfang hjá Stjórnarráðinu. Og ef maður er að reyna að plotta að fela einhverjar upplýsingar með því að nota tölvupóstfang sem Stjórnarráðið nær ekki yfir væri þá ekki best að senda þann plottpóst úr hinu tölvupóstfanginu?
Kommon, ekki vera með svona kjaftæði.