Í gærkvöldi prufuðum Kollgátuna sem við fengum frá mömmu Eyglóar sem vann spilið á Rás 2. Við vorum með tvö lið, ég, Mummi og Siggi á móti Sigrúnu, Siggu, Hafdísi og Eygló. Spilið er óvenjulegt og skemmtilegt. Það hrópar hins vegar á tímatakmarkanir til að koma í veg fyrir þreytandi rökræður um svör sem ekki koma. Tíminn mætti reyndar vera allt að þrjár mínútur. Það er vondur galli á borðspilum þegar fólk þarf að sitja lengi aðgerðalaust. Kerfið sjálft með fjaðrir er frekar einfalt og þægilegt. Á einhverjum stöðum hefðu reglur mátt vera skýrari og við lentum allavega tvisvar á spurningum sem voru óljósar og þurfti skýringar frá spyrli til að hægt væri að svara þeim. En í heildina vel þess virði.