Ég var svo sem búinn að fá nóg af honum fyrirfram. Síðastliðið ár hefur hann sífellt náð að moka sig dýpra niður með yfirlýsingum og afsökunum sínum. Það er líka þannig að sama hvað manni finnst um nýjasta útspil hans þá ætti sú staðreynd að hann lét ríkisstjórnina ekki vita með fyrirvara að vera næg ástæða fyrir því að krefjast afsagnar. Við þurftum á því að halda að stjórnin væri viðbúin og þökk sé forsetanum var hún það ekki.
Undirskriftarlisti. (Nýr listi 17:00)