Kleópötru dífurnar frá Gunnars

Ég var í sveitinni um jólin og þar sér maður alltaf eitthvað nýtt. Eina ídýfan sem var til í einu búðinni á Vopnafirði var víst þessi sem hér sést.

Draumur Kleopötru
Framleiðandinn er Gunnars og eins og þið hafið líklega heyrt um er því fyrirtæki núna stýrt af merkilegri konu sem margir hafa flutt og borgað fyrir lofræður um í dagblöðum.  Væntanlega heitir þessi vara í höfuðið á henni “Draumur Kleopötru”. Mér þykir afrekin í stafsetningu nokkuð góð. Ég hef allavega ekki heyrt áður um dífur með einföldu íi. Ég hélt líka þegar ég heyrði að önnur væri með “tjillí” bragði að átt væri við Chili en kannski er bragðið bara svalt. Mér skilst raunar að það sé hverfandi bragðmunur á þessum tveimur tegundum.

Þetta þótti mér allavega áhugavert.