Fordómar og andúð

Mér leiðist ákaflega þegar orðið fordómar er notað sem samheiti við andúð. Ef einhver hefur til dæmis kynnt sér Sjálfstæðisflokkinn  og starfsemi hans, jafnvel tekið þátt í starfi hans en er illa við hann þá koma fordómar málinu ekkert við því andúðin er byggð á reynslu og þekkingu.