Mattabloggað og út að ryðja snjó

Ég er ekkert búinn að blogga í dag. Í stað þess skrifaði ég færslur í gær og stillti birtingartíma á þeim. Þegar fyrsta færslan birtist í morgun var ég enn að kúra með Gunnsteini, færsla tvö hefði átt að vera skrifuð þegar ég var að hræra brauðdeig og þegar þriðja færslan birtist var ég úti að rölta með Gunnstein. Ágætt alveg. Mér leið þó samt meira eins og ég væri að ryðja snjó með kerrunni. Mér fannst færið nógu slæmt þegar við fórum út með hann í gær en þetta var hrikalegt núna. Væntanlega af því að það hefur skafið svona rosalega. Mér leið eins og ég hefði verið tvo tíma á göngubrettinu fyrir utan að þetta reyni náttúrulega á allan líkamann. En þetta er bara hollt.