Mbl.is böggar mig

Fyrir stuttu var byrjað á því á að koma í veg fyrir að maður geti valið texta í fréttum hjá þeim með músinni á mbl.is. Þetta er óendanlega pirrandi. Ég les nefnilega texta á netinu þannig að ég vel texta til að merkja hvar ég er. Ég veit að ég er ekki einn um þetta. Önnur ástæða fyrir pirringnum er sú að þegar maður les fréttir vill maður oft gúggla til dæmis nöfn. Núna getur maður ekki gert copy/paste á texta sem maður vill gúggla. Ég tók mig náttúrulega bara til og lokaði á java scriptið sem á að stoppa mann í að afrita texta. Það er til dæmis hægt með Adblock Plus í Firefox sem getur líka lokað á allar auglýsingar á síðunni.