Frá því að Jón Gnarr tilkynnti um framboð sitt þá hef ég verið að velta einu fyrir mér: Hvaða Jón Gnarr er það sem mun, líklega, lenda í borgarstjórn?
Málið er að maðurinn grínast fram og til baka, hann leikur ekki bara hlutverk á sviði og fyrir myndavélar heldur líka í öllum sínum samskiptum við fjölmiðlafólk. Ég hef barasta ekki hugmynd um hvaða mann hann hefur í raun að geyma? Það eina sem ég veit um stjórnmálaskoðanir hans er að mér skylst að hann hafi einhvern tímann sagt að hann hafi skráð sig í Sjálfstæðisflokkinn en það var kannski bara grín. Eða hvað?
Ég á erfitt með að skilja hvað fólk er að pæla þegar það kýs svona óþekkta stærð.