Leiðinleg kosningabarátta

Fólk er að tala um að þetta sé leiðinleg kosningabarátta. Hverjar gætu verið mögulegar skýringar á því? Fyrsta og einfaldasta skýringin er að Besti flokkurinn fær mesta athyglina og málefnin hverfa á meðan. Önnur skýring er sú að enginn lofar neinu nema Besti flokkurinn og Reykjavíkurframboðið (sem virðist vera steiktara en BF).

Hvernig mætti gera kosningabaráttuna skemmtilegri? Einfalda leiðin er að fjalla um og yfirheyra fólk um yfirstandandi kjörtímabil. Duglegir fréttamenn ættu auðvelt með að fá eitthvað djúsí með því að rifja upp REI málið, valdatíð Ólafs F., golfvallamálið og svo framvegis. Ég er líka hlynntur slíku af því að VG kemur óneitanlega ákaflega vel út úr því öllu.