Ég held að Jóhanna sé að ögra Færeyingum. Stundum ögrar maður bara með því að vera maður sjálfur. Ég held að það sé ákaflega gott fyrir Færeyinga að fá þessa ögrun og umræðu – sérstaklega þegar þetta kemur frá Íslandi. Ég sá líka færeyskan vin minn nýta tækifærið til að rífast um málið. Mjög hollt.