Af íþróttafréttum

Áðan þegar ég horfði á fréttaþulinn gefa boltann á íþróttafréttamanninn á hressilegan hátt þá kom mér nokkuð til hugar. Ef fréttaþulurinn væri kaldhæðinn og bitur yfir því að þurfa að gefa íþróttunum þennan tíma þá myndu íþróttafréttirnar væntanlega fara minna í taugarnar á mér. Ég myndi til dæmis vilja heyra: “Nú er kominn tími á íþróttafréttir sem eru settar á besta tíma fyrir fólk sem heldur að áhugamálið þeirra sé af einhverjum ástæðum nógu merkilegt og áhugavert til að verðskulda daglega umfjöllun eins og um raunverulegar fréttir væri að ræða”. Yfirhöfuð væri þetta rökréttara ef þetta væru bara hobbífréttir og við myndum líka fá að heyra hvernig gangi í stríðum sem eru í gangi í heimi Eve Online. Tölvuleikjaspilarar eru hins vegar lukkulega ekki haldnir þeirri ranghugmynd að það sé nauðsynlegt að koma slíkum upplýsingum í fréttatíma.