Af sigri viljans

Með góðum vilja er hægt að finna svona út (komment af bloggi Davíðs Stefánssonar):

Þú hlýtur að sjá að ástandið í þjóðfélaginu er mikið verra nú en fyrir tveimur árum. Og hverjum er það að kenna? Flokknum sem var hent burt úr ríkisstjórn fyrir tveimur árum?
Eða flokkunum sem eru búnir að sitja í ríkisstjórn síðan?

Hvernig í ósköpunum geta menn sannfært sig um svona vitleysu? Halda menn til dæmis að í kreppunni eftir hrunið 1929 þá hafi allt verið verst fyrstu mánuðina? Nei, að sjálfsögðu ekki. Hún varð mikið verri áður en ástandið fór að batna. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór frá þá voru áhrifin einfaldlega rétt byrjuð að koma fram.

Trúir svona fólk í alvörunni þvælunni úr sjálfu sér?