Undarlegur fréttaflutningur

Ég var að horfa á fréttir Stöðvar 2 áðan og ég andvarpaði.

Ein fréttin var um hver kostnaður Reykjavíkurborgar væri af gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar og það borið saman við rekstrarkostnað leikskóla. Nú er það svo að Orkuveitan er í vondum málum og þarf peninga. Nú veit ég ekki hverjar hlutfallstölurnar eru en Reykjavíkurborg á langmest í Orkuveitunni sem þýðir væntanlega að ef peningar koma ekki inn í gegnum gjaldskrárhækkun þá þarf borgin að setja peninga þarna inn.

Setjum þetta upp í dæmi. Aukin kostnaður Reykjavíkur vegna gjaldskrárhækkana er X. Peningarnir sem Reykjavíkurborg þyrfti að setja í Orkuveituna ef ekki yrðu gjaldskrárhækkana eru Y. Stöð 2 upplýsti okkur um að X væri 200 milljónir. Sú tala er hins vegar ekki sett í samhengi með því að segja okkur hvað leikskólar kostar (0,5X) heldur með því að segja okkur hvað borgin þyrfti annars að borga (Y).

Það eru allar líkur á að Y sé mikið hærri tala en X. Ef hún er til dæmis, mjög hóflega metið, 5X þá þýðir það að gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar sparar Reykjavíkurborg Y-4X sem væru samkvæmt þessum forsendum 800 milljónir (eða 8 leikskólar). Líklega er talan þó hærri (og þar með fleiri leikskólar).

Leave a Reply