Þjóðfundur með aðskilnaði

Það er einkar ánægjulegt að sjá að Þjóðfundur kemur með eins skýra niðurstöðu og mögulegt er varðandi aðskilnað ríkis og kirkju. Það má gera ráð fyrir að fundarmenn hafi endurspeglað almenning í þessu máli – 73% með og 27% á móti ef ekki er tekið tillit til þeirra afstöðulausu. Það verður erfitt fyrir stjórnlagaþing að hunsa þessa kröfu en það verður að hafa þar sterka fulltrúa sem eru tilbúnir til að berjast fyrir þessu máli.