Aðsendar greinar

Nú þegar ég hef horft á Örn Bárð ljúga ítrekað í aðsendum greinum í Fréttablaðið rifja ég upp það sem ég hef hugsað um þetta dagblaðaefni. Af hverju leyfa ritstjórar dagblaða fólki að ljúga í aðsendum greinum. Af hverju fer umsjónarmaður aðsendu greinanna ekki yfir þær og sendir spurningar til baka á höfundinn ef eitthvað er grunsamlegt. Það væri til dæmis hægt að spyrja “hvar sagði þessi það sem þú segir að hann hafi sagt?” eða “hvaða gögn hefur þú máli þínu til stuðnings”. Ætli vandamálið sé ekki að þá myndu aðsendar greinar hætta að vera þægilegt uppfyllingarefni sem hentar um leið til að ritstjórnin geti stýrt hvaða mynd lesendur þeirra hafa af skoðunum almennings?