RÚV upptakan

Ég fór upp í Útvarpshús áðan til að fara í mitt míníviðtal. Þar var hópur af frambjóðendum, aðallega úr Óinu og Péinu. Ég heilsaði snöggt upp á Pawel sem ég hef aldrei áður hitt. Þegar kom í ljós að Linda Blöndal yrði með minn hóp þá náði ég að halda aftur af öllum bröndurum um heimskulegar spurningar en aðrir létu þá flakka. Mig grunar að hún hafi heyrt þá alla áður.

Þegar við komum inn var okkur raðað upp í næstum stafrófsröð, ég kom á eftir tveimur gervi-Ólum (sem hétu sumsé Ólafur). Allir sátu og hlustuðu á meðan allir töluðu. Ég hefði viljað hafa augnablik lengur áður en ég talaði en það voru bara svona fimm eða tíu sekúndur. En ég lét vaða. Ég talaði út frá punktum og náði að koma flestu að. Reyndar vantaði svoltið hjá mér að segja frá áherslu minni á aukin mannréttindakafla en sem betur fer er það nógu mikið í umræðunni til þess að það þurfi beint frá mér.

Ég sett þetta væntanlega hérna inn þegar þetta verður aðgengilegt nema ef þetta verður of skelfilegt. Síðan mun þetta bara rúlla eins og jólakveðjurnar.