Jæja, engir tímar eftir. Bara eitt heimapróf sem er bölvanlega erfitt af því að ég þarf að semja mína eigin spurningu.
Þetta hefur verið mjög áhugavert. Það stendur vissulega uppúr að hafa gert útvarpsþátt og litla heimildarmynd. Hópavinnan gekk líka vel – eins og raunar öll hópavinna sem ég hef lent í Háskólanum.
Ég er því eins og er bara nokkuð sáttur við að hafa farið í Hagnýta menningarmiðlun.