Ég í Harmageddon

Á þriðjudaginn kom ég í þættinum Harmageddon á X-inu til að ræða framboð mitt. Þetta var bæði skemmtilegra og meira ögrandi heldur en örviðtalið á RÚV.

Reyndar var ég alveg búinn að ákveða að ég ætlaði að setjast niður og undirbúa fyrir viðtalið en síðan kom upp vandamál með litlu heimildarmyndina sem við vorum að vinna þannig að ég hafði bókstaflega engan lausan tíma til að hugsa. Anna Dröfn keyrði mig á versta umferðartíma (sem er besti útvarpstíminn) inn í Skaftahlíð þannig að ég var mættur rétt fyrir. Á leiðinni tók hún sig líka til að undirbúa mig eða, eins og ég kallaði það, hræða mig. Hún sagði að þeir myndu örugglega spyrja mig alveg hræðilegra spurninga sem ég gæti ekki svarað til dæmis hvort við ættum ekki bara að hafa kóng. Það kom hins vegar í ljós að andrúmsloftið þarna var mjög þægilegt og ég alveg rólegur. Fyrsta spurningin kom hins vegar flatt á mig enda hafði ég verið í fjölmiðlabindindi allan daginn og til dæmis ekki heyrt af Kóreumálinu fyrren við hlustuðum á Mána og Frosta ræða við Erp á leiðinni í bílnum.

En hvað um það: Óli Gneisti Sóleyjarson í viðtali í Harmageddon þann 23. nóvember 2010