Ef ég væri ekki í framboði myndi ég væntanlega nefna fólkið sem ég vil alls ekki inn á stjórnlagaþing. En sem frambjóðandi finnst mér það ekki við hæfi.
Ég get aftur á móti upplýst að ég set sjálfan mig í efsta sæti og Hjörvar Pétursson í annað sæti. Þar fyrir neðan gæti listinn ennþá breyst.
Ég verð að játa að kynjahlutföllin á atkvæðaseðlinum mínum verða aðeins skökk. Það er þó því helst að kenna að ég þekki og líkar við allavega tólf karlkynsframbjóðendur en bara eina konu. Ef ég ætlaði að kjósa alla þessa karla og sjálfan mig líka þá væri þegar kominn meirihluti af karlkyninu á kjörseðilinn minn. En ég hef náð að vinna á móti skekkjunni og þá sérstaklega með Sigtinu sem er besta hjálpartækið sem kosningarnar bjóða upp (bendi sérstaklega á að nota vægi á spurningarnar). Munið samt alltaf að skoða fólkið sem poppar ofarlega upp aðeins betur.