Rúnar Þór Jónsson virðist á yfirborðinu vera sá sem tapaði kosningunum þar sem aðeins einn lét hann í fyrsta sæti. Þegar málið er skoðað sést að hann var eiginlega hvergi nefndur í kynningarefninu þannig að lágt fylgi kemur ekki á óvart. Ég velti því fyrir mér hvort hann hafi dregið framboðið til baka. Er síðan ekki möguleiki á að einhver hafi skrifað hann inn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu án þess að vita af því? Veit þetta einhver?