Þakkir

Ég er sáttur við útkomu mína í gær. Ég gerði mér alveg grein fyrir því hve ólíklegt það væri að komast að og það sást kannski vel á því að kosningabarátta var ekki mjög hátt í forgangslistanum mínum undanfarin mánuð.

En ég er mjög þakklátur fyrir þau atkvæði og þann stuðning sem ég fékk. Ég skil ekki hvernig ég ætti að vera annað en glaður eftir þessa niðurstöðu. Takk þið öll.