Ég verð að játa að mér þykja það skrýtin rök að undirskriftasafnanir séu leynilegar. Ég hef einhvern veginn alltaf skilið þetta þannig að með því að skrifa undir í slíkum söfnunum sé maður að ljá málefninu nafn sitt. Hér er því snúið á haus. Bara örfáir einstaklingar ljá málstaðnum nafn sitt, t.d. Jón Valur og Loftur Altice. Það eru ekkert sérlega góð nöfn. Í raun hefði Facebook hópur verið trúverðugri.
Ef um er að ræða mikilvægt mál þá hlýtur að vera nauðsynlegt að reyna að hafa hlutina tipptopp. Svo er ekki hér. Ég segi líka hreint út að ég gæti vel trúað að fólk sem raunverulega trúir að þessir samningar séu landráð telji það réttlætanlegt að nota bolabrögð fyrir málstaðinn.
Ég sá að menn voru að bera fyrir sig tímaskorti varðandi þau atriði sem eru vafasöm. Málið er að það er enginn tímaskortur. Við höfum vitað af þessu síðan í fyrra og því nægur tími til að gera þetta vel. Það hefði verið hægt að koma við tengingum í heimabanka þess sem er skráður á listann.
Það var svo margt hægt að gera betur en það var bara fúskað.