Áreiðanleikakönnun

Fyrr í morgun þegar rætt var um áreiðanleikakönnun sem Creditinfo gerði fyrir þjóðaratkvæðagreiðslufólkið féllu þessi orð til varnar henni:

Það er nóg að hringja í 300 – 1000 manns (allt eftir því hve öruggir menn vilja vera).

Nú virðist vera, ef ég get treyst því að blanda saman upplýsingum af tveimur fréttamiðlum, að það hafi verið hringt af handahófi í 100 manns og ekki allir (hve margir?) svarað.

Ég veit ekki hvar mörkin liggja tölfræðilega en ég get fullyrt með nokkuð góðri vissu að 100 manns er ekki nægilega stórt úrtak. Þessi æfing hjá CreditInfo virðist því algjörlega tilgagnslaus – bara til málamynda.

Ég er ekki heldur sannfærður um gagnsemi þess að taka bara slembiúrtak – þó það hefði verið stærra. Ég hefði tekið sérstaklega fyrir fólk sem er ólíklegt til að vera að nota netið – sumsé elsta fólkið á listanum. Það er líka þannig að ef einhver vildi svindla þá myndi sá væntanlega velja þá sem eru ólíklegastir til þess að athuga hvort það sé verið að misnota nafn þeirra og kennitölu á netinu.