Kínverjarnir

Hin einfalda staðreynd er að ég treysti ekki kínverskum stjórnvöldum (af augljósum ástæðum) og ég treysti ekki því fólki sem er í náðinni hjá þessum mjög svo vafasömu stjórnvöldum. Ofan á þetta bætast sögur af undarlegum landakaupum Kínverja hér og þar í heiminum (ég var einmitt á áhugaverðum fyrirlestri Saskia Sassen þar sem fjallað var um þetta hjá á SIEF ráðstefnunni í vor) sem verða til þess að tortryggni mín vex enn frekar. Á maður að bæta við að fyrirætlanir um uppbyggingu á Grímsstöðum virðast ákaflega undarlegar? Ég sé allavega ekki hvernig þær áttu að geta gengið upp. Sér í lagi þegar menn eru farnir að spá hruni í kínverska hagkerfinu.

Þetta leiðir mig að áhugaverðum pistli Eiríks Arnar Norðdahl frá því í gær. Þar ber hann saman umfjöllun um heimsóknir vinstrimanna og verkalýðsforkólfa til Sovétríkjanna í fortíðinni og heimsóknir Íslendinga til Kína í nútímanum. Pælið aðeins í því sem hann skrifar.