Mig dreymir í lit og í lykt

Í nótt dreymdi mig mjög sterkan draum. Söguþráðurinn var ruglingslegur eins og svo oft. Lokapunkturinn situr ákaflega fast eftir. Ég var á baðherbergi í húsi sem ég bjó í fyrir fimmtán árum. Ég man skýrt að ég að ég sá að veggirnir væru grænir – ég hef oft heyrt að mann dreymi í svarthvítu en aldrei sannreynt það. Það sem er kannski skrýtnara er að þessu fylgdi mjög sterkt lyktin af baðherberginu – einhver ákveðin sápulykt sem var föst þarna. Þar sem ég stóð og horfði á spegilinn og græna vegginn fann ég að einhver byrjaði að strjúka mér. Ég ætlaði að líta við en þá áttaði ég mig á að þetta var Eygló að vekja mig. Og ég vaknaði.

Leave a Reply