Spammað á íslensku

Ég er með vörn sem á að koma í veg fyrir að fólk geti sett inn rusl í athugasemdakerfið hér. Limalengingar og pillur eru algengastar. Einstaka sinnum er kerfið þó of öflugt og hirðir athugasemdir sem eiga að komast í gegn. Ég tek því stundum og skoða hvað sían hefur veitt.

Núna ákvað ég að prufa að leita að algengu íslensku orði í athugasemdum sem hafa verið merkt sem rusl. Það sem ég fann kom mér á óvart. Þarna voru sex athugasemdir á íslensku sem voru þó augljóst rusl þegar ég skoðaði þau.

Eitt var greinilega vélarþýdd auglýsing um einhverja pillu en hin fimm voru öðruvísi. Ein var einfaldlega afritaður texti úr færslunni sem hún var skrifuð við. Hinar fjórar voru textar teknir að því er virðist handahófskennt af bloggsíðum og spjallborðum.

Hérna eru tvö dæmi um þessa texta:

Það gera lífeyrissjóðir landsins með hundruð milljarða afskriftum vegna veðmála sem stjórnendur þeirra í vanhæfi sínu bókuðu á framtíðarvæntingar skýjaborganna. Og til að breiða yfir þau mistök og fleiri, þá berjast þeir með öllum ráðum gegn því að fyrirtækin sem peningarnir runnu í, fari í gjaldþrot. Enda kæmust almennir borgarar þá í bækurnar, og það má ekki.

Þú verður að fyrirgefa. Ég veit að það er dónaskapur að klippa út setningar úr innleggjum fólks en ég stóðst ekki mátið. Ég hef nefnilega heyrt þetta svo oft. Í fyrsta lagi vil ég benda á að þarna er rétt orðnotkun. Þetta heita vímuefni. En áfengi er líka vímuefni. Í öðru lagi langar mig að varpa fram þeirri spurningu hvort vímuefni séu slæm, svona í sjálfu sér. Hvort fólk sé almennt á þeirri skoðun að það sé vont að fólk fari í vímu?

Lukkulega sér ruslsían mín í gegnum þetta.

Ég fann síðan reyndar eitt gamalt komment frá Dagbjörtu sem ég ákvað að hleypa í gegn. Betra seint en aldrei.

Viðbót, þetta þótti mér fyndið:

Ég ráðleggja þér að virkilega the bestur staður :
эротические знакомства фото парни
Sem reglu , deita auglýsingastofu notuð af Internetinu.

Ég vildi að ég vísi hvernig þetta kom til.

Leave a Reply