Undirskriftarlistar

Ástæðan fyrir því að ég tók ekki nærri mér að Ástþór hafi verið dæmdur úr keppni kemur því engu við hvað mér finnst um pólitík hans heldur eingöngu hvað mér þótti um að hann væri að verðlauna þá sem söfnuðu undirskriftunum. Mér þótti það einfaldlega óeðlilegt og mér fannst það fyrirfram bjóða upp á vitleysu sem rættist einmitt.

En það má endilega fara að skoða hvernig svona undirskriftarsafnanir fara fram. Það hlýtur að vera tímabært að gera þetta (líka) rafrænt. Hvort sem það sé í gegnum heimabanka eða í gegnum skattveflykilinn. Ég get ekki ímyndað mér að það sé óyfirstíganlega flókið og það ætti að vera erfiðara að svindla þannig. Um leið mætti reyndar hækka þröskuldinn til að bjóða fram, allavega í forsetakosningunum.