Þróun þungarokks

Ég var að horfa á alveg ágæta heimildaþáttaseríu sem heitir Metal Evolution. Þar er á ferðinni kanadískur mannfræðingur sem fjallar um þróun þungarokks. Þetta eru ellefu þættir sem eru flestir þannig settir upp að þeir fjalla um eina undirdeild þungarokksins. Alveg hreint ágætt að flestu leyti. Reyndar ótrúlega hallærislegt að blörra endalaust rassa og brjóst.

Það er kannski fyrirsjáanlegt að ég ergi mig á þessu en mér þótti vanta umfjöllun um Queen þarna. Þeir sáust vissulega á þróunarkortinu en voru bara held ég nefndir einu sinni.

Nú hvá örugglega margir og skilja ekki af hverju Queen ætti heima í þáttum um þungarokk. Því fólki er bent á að hlusta á Stone Cold Crazy.

Það er ekkert skrýtið að Metallica hafi á sínum tíma tekið þetta lag. Þó ekkert annað kæmi til þá væri Stone Cold Crazy nægileg ástæða til þess að nefna Queen. Allavega í Thrash metal þættinum. Áhrifin eru þó miklu meiri á Prog metal eins og Ogre Battle sýnir kannski. Hins vegar fékk Rush gríðarlegt pláss þegar fjallað var um Prog metal (nefndi ég að höfundurinn er kanadískur).

En þó Queen hafi verið með þungarokk á nær öllum plötum sínum var tónlistin of fjölbreytt til þess að hægt væri að setja hana í nokkurn flokk.

Mér fannst líka vanta umfjöllun um Uriah Heep. Það var dáltið áberandi þegar var verið að tala um að Rainbow hafi verið frumkvöðlar í notkun á miðaldafantasíu í textasmíðum innan þungarokks. Áður en Rainbow fór af stað hafði Uriah Heep m.a. gefið út plöturnar Demons and Wizards og The Magician’s Birthday. Þið getið alveg giskað um hvað (margir) textarnir fjölluðu. Eða giskið ekki, hér er Demons and Wizards: