Kúkurinn í lauginni

Um daginn kom upp frétt um kúk í heita pottinum í Árbæjarlaug. Þar kom fram að potturinn hefði ekki verið tæmdur. Í athugasemdum við fréttina var hæðst að fólki fyrir að finnast þetta ógeðslegt og bent á að klórinn dræpi alla sýkla eins og skot. Sjálfur á ég erfiðast með að skilja hvers vegna fólki er gert að þvo sér með sápu áður en það fer í sund ef það má síðan kúka í vatnið án þess að skipt sé um það. Mér þykir það eitthvað órökrétt. Ég tek fram að ég styð bæði þvott fyrir sund og einnig að skipt sé um vatn í kúkpottum.