Árið 2012

Á árinu 2012 útskrifaðist ég tvisvar. Ég byrjaði í frábærri vinnu. Ég hjólaði og hjólaði og synti líka (og grenntist um 13-14 kíló). Ég vann að ýmsum hugðarefnum sem munu vonandi blómstra á næsta ári. Ég fór hringinn í kringum landið og heimsótti þá Smjörhól hennar ömmu. Ég endurnýjaði baðherbergið og geymsluna. Ég keypti snjallsíma. Ég fór til Árósa. Ég flutti nokkra fyrirlestra, skrifaði einhverjar greinar og kenndi í Endurmenntun. Ég sinnti líka Rafbókavefnum. Grein, sem ég skrifaði nú ekki í ár, birtist í bók sem var gefin út af pólskum háskóla. Ég las margar bækur. Ég horfði á einhverjar myndir. Ég horfði á fjölmarga sjónvarpsþætti. Ég bloggaði sjaldan. Ég var oft á Facebook. Ég spilaði ekki nógu oft. Ég hitti ekki vini mína nógu oft.

Það er erfitt að sjá hvernig næsta ár gæti orðið viðburðaríkara en þetta ef ég vissi það ekki fyrir enda barn á leiðinni núna í mars.

Ég segi því gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.