Wikipediuspam

Til þess að dreifa hlekkjum sem víðast á vefinn nota menn merkilegustu aðferðir. Áðan reyndi einhver að senda inn athugasemd sem innihélt eftirfarandi texta:

Í skjali AM 987 4:to, sem er varðveitt hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum , eru tvö basnesk-íslensk orðasöfn með nöfnunum Vocabula Gallica (‘frönsk orð’) og Vocabula Biscaica (‘ Biskaja-orð ‘). Í lok Vocabula Biscaica, sem samtals inniheldur 278 orð, setningar og töluorð, eru sumar beskneskar setningar blandaðar með ensku , frönsku , hollensku , spænsku og þýsku orði. Basknesk-íslenskt blendingsmál er sem sé ekki blanda af basknesku og íslensku, heldur af basknesku og öðrum málum. Nafn sitt hefur það af því að það var skrifað niður á Íslandi og þýtt í íslensku.

Ég gúgglaði textann og fann á íslensku Wikipediu. Væntanlega eru menn að afrita handahófskenndan texta þaðan til þess að hafa athugasemdirnar meira sannfærandi.

Leave a Reply