Í fínum pistli Ragnars Þórs um samráðsvettvanginn umtalaða rakst ég á eftirfarandi mynd sem kemur víst frá þeim:
Samkvæmt þessu er gott að Íslendingar vinna mikið en vont að framleiðni sé lítil. Ég myndi halda að hér höfum við orsök og afleiðingu: Fólk vinnur mikið og afkastar þess vegna minna. Leiðin til að auka framleiðni miðað við vinnustundir er að fækka vinnustundum á hvern einstakling.