Ég er þá búinn að bæta við tveimur bloggurum í viðbót á Truflun.
Sá fyrri er Arngrímur Vídalín, fræðimaður og skáld. Hann bloggar um veginn og þurfti ég að standast freistinguna að breyta því þannig að hann bloggaði um vegginn.
Sá seinni er hvorki meira né minna en frægasti og besti bloggarinn Stefán Pálsson.
Báðir koma þeir af Kaninkunni sem var áður mitt bloggheimili. Mér skilst að hún sé að líða undir lok sem er nú frekar dapurlegt.