Söguleg ónákvæmni Björns Braga

Það þarf náttúrulega að taka piltinn í sögukennslu. Nasistar slátruðu ekki Austurríkismönnum árið 1938. Þeir bara komu og tóku stjórnina. Satt best að segja ættu Austurríkismenn bara að fagna því að útlendingar haldi að þeir hafi yfirhöfuð reynt að berjast á móti.

Ef menn vilja taka betra dæmi um slátrun Austurríkismanna og líkja Íslendingum við einhvern sem er skárri en nasistar þá væri hægt að segja að Íslendingar hafi slátrað Austurríkismönnum eins og Napoleon slátraði forfeðrum þeirra í orrustunni við Austerlitz árið 1805.

Annars var Eygló með leikinn í gangi og Gunnsteinn sonur minn var að horfa á og ég verð að segja að það er óþægilegt að hafa svona brandara þegar krakkar eru að horfa.

Þessi bloggfærsla er unninn úr Facebook status sem ég skrifaði í gær.