Það eru nokkrir Facebook hópar þar sem fólk dælir inn gömlum íslenskum myndum. Þar ræðir fólk um myndirnar og það sem á þeim sést. En væntanlega hverfa myndirnar, og upplýsingarnar sem koma fram, bara ofan í einhverja hít.
Það væri verðugt verkefni fyrir einhvern, mögulega þá sem sjá um ljósmyndir á Þjóðminjasafninu en helst bara minjasöfn og skjalasöfn í sameiningu, að setja upp vef þar sem fólk getur sett inn gamlar myndir. Kerfið þyrfti þá að vera þannig að notendurnir sem setja inn myndirnar geti skráð lýsigögn, s.s. nafn ljósmyndara, ár, staðsetningu og hverjir séu á myndinni. Um leið þyrfti að vera möguleiki fyrir þá sem skoða myndirnar að koma með tillögu að breytingum eða viðbótum við þessi skráningaratriði.
Ég er ekki að segja þetta sé einfalt verk en þetta gæti skilað ótrúlegum árangri.