Það er ýmislegt að gerjast á sjónvarpsmarkaðinum. Spyr.is er búið að ráða sjónvarpsstjóra og eitthvað sem heitir iSTV er líka að fara af stað.
Spyr virðist ætla bara að vera á netinu og að leggja áherslu á styttri þætti. Ég myndi ráðleggja þeim að útiloka ekki lengri þætti því netið veitir frelsi til “öfga” í báðar átti í lengd.
iSTV virðist ætla að reyna að fá efni utan frá í stað þess að framleiða sjálft. Ég hefði haldið að besta leiðin til að ná í hæfileikafólk væri einmitt að veita þeim aðstöðu sem ekki hafa hana fyrir. Það þarf varla stórt stúdíó eða dýran búnað til að geta búið til efni í boðlegum gæðum.
Ef þessar stöðvar eru að stefna að því að hafa efnið bara eigin vef en ekki t.d. á YouTube þá verð ég að benda á möguleikann á að búa til viðbót fyrir XBMC margmiðlunarstýrikerfið þannig að fólk sem hefur þannig búnað geti fengið þættina beint í sjónvarpið sitt. Það á ekki að vera flókið. Ef það á að nýta YouTube þá er það nú þegar með tilbúna XBMC viðbót.
Það væri líka áhugavert að vita hvernig fólk ætlar að græða. Er það auglýsingasala? Áskrift?