Queenplötur dæmdar – 14. Hot Space (1982)

Hot SpaceÍ neðstneðsta sætinu er platan Hot Space frá árinu 1982. Það er varla hægt að ýkja hve hötuð þessi plata er (en auðvitað elska ég hana samt). Þeir sem gátu fyrirgefið diskódaður á The Game sögðu stopp þegar svo virtist vera að Queen hefði gert hreinræktaða diskóplötu. En hún er nú ekkert slíkt. Sumir hafa haldið fram að lagaröðin ein og sér hafi gert út af við plötuna. Fyrri hliðin (eða fyrrihlutinn fyrir okkur sem höfum bara hlustað á diska eða mp3) er nálægt því hreinræktað diskó/fönk/dans en sú seinni er meira bland. Aðrir nefna útsetningar. Frægast er að upphafslag plötunnar Staying Power var á tónleikum flutt með rokkkrafti sem féll betur í kramið hjá rokkaðdáendunum.

Platan hefur oft verið sögð hafa valdið miklum núningi milli annars vegar Freddie og John sem voru opnir og spenntir fyrir áhrifum frá diskó og fönki og hins vegar Brian og Roger sem voru meiri rokkarar. Það er þó þannig lögin Dancer (Brian) og Action This Day (Roger) eru alveg í línu við meginhljóm plötunnar. Hið síðarnefnda var þó spilað í rokkaðri í útgáfu á tónleikum.

Roger á líka að mínu mati slakasta lag plötunnar – Calling All Girls. Orðið sem lýsir því helst er metnaðarleysi. Það er ekki slæmt en bara óspennandi.

Back Chat eftir John Deacon er vanmetið. Þar tekst Queen eiginlega best til með þann stíl sem hljómsveitin er að vinna með á plötunni. Deacon vildi engan hefðbundinn rokkgítarhljóm í laginu en tapaði því stríði og Brian fékk að lauma inn smá sólói.

Body Language eftir Freddie er absúrd og eiginlega stórfyndið í sínum kynferðislega tón. Ég tel nokkuð viss um að húmorinn er þarna af ásettu ráði.

Hot Space er gefin út í skugga þess að John Lennon var myrtur rétt rúmu ári fyrr. Put Out the Fire eftir Brian er ákall um herta skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og vísar beint í morðið. Life is Real er síðan óður Freddie til Lennon. Lagið nær að vera bæði í anda Freddie og Lennon. Textinn er einfaldur og vísar t.d. sterkt í lagið Love. Svipaðar vísanir eru að finna í laginu sjálfu þar sem píanó er í stóru hlutverki.

Music will be my mistress Loving like a whore Lennon is a genius Living in ev’ry pore Las Palabras de Amor eftir Brian May er ljúfsárt, nærri væmið, ástarlag.

Ég held að fæstir viti að upphaflega hafi David Bowie sungið á tveimur lögum á Hot Space. “Hitt” lagið er Cool Cat. Það er lágstemmt en skemmtilegt. Eitthvað var Bowie ósáttur við lagið og vildi ekki vera með. Það er þó auðvelt að finna lagið með hans bakrödd en það er eiginlega síðri útgáfa en sú sem endaði á plötunni.

Er eitthvað sem er hægt að segja um Under Pressure? Það er hreint ótrúlegt að það hafi náð að verða til með svona djammi í stúdóíinu. Þó lagið sé skráð á þá alla fimm þá byggir það mest á grunni frá John Deacon.