Fyrir nokkrum vikum var ég að rölta heim úr búðinni þar sem ég leit upp og sá að það var verið að mála málverk á vegg á blokk í Efra-Breiðholtinu. Það gladdi mig. Stuttu seinna var ég að rölta í sund með fjölskyldunni og fór í undirgöng sem var búið að mála eins og himingeiminn. Það gladdi okkur. Þegar ég var að hjóla fyrsta daginn minn í vinnuna fór ég í gegnum önnur undirgöng sem var búið að mála. Ég hef ekki enn skoðað þetta vel en það gleður mig samt.