Í gær fór ég í útgáfureif hjá Bryndísi vinkonu minni. Hún var að gefa út þriðju bók sína Hafnfirðingabrandarinn.
Þegar ég kom heim settist ég niður og byrjaði að lesa. Ég hélt síðan áfram að lesa og kláraði bókina.
Bókin gerist árið 1999 í Hafnarfirði og aðalsögupersónan er stelpa í tíunda bekk. Ég er ekki að fara að tala meira um plottið nema að segja að það er bæði unglingadrama og fjölskylduleyndarmál.
Mér þótti bókin stórfyndin og dásamleg. Það er reyndar ekki skrýtið af því að mér þykir Bryndís stórfyndin en ég held líka að öðrum eigi að finnast það líka. Ég átti reyndar voðalega erfitt með að sjá ekki Bryndísi fyrir mér sem aðalsöguhetjuna og þá sérstaklega í einni Strætósögu sem ég mundi vel eftir að hún hafði sagt mér af sjálfri sér.
Ég mæli sumsé sterklega með bókinni. Það eitt að ég las hana í einum rykk segir sitt.