Í gær fór söfnunin fyrir Kommentakerfinu á Karolina Fund yfir 5000 evru markið. Það voru ekki liðnar tvær vikur frá því söfnunin fór af stað. Það þýðir að spilið verður gefið út. Það eru 19 dagar eftir af söfnuninni. Það þýðir að það er enn möguleiki á að stækka pakkann. Það verða sumsé fleiri spil í kassanum ef ég safna 15 þúsund evrum.Ég þarf líka að ganga frá öllu því sem snertir „verðlaunin“ í sölunni. Ég er sumsé ekki að hlaupa í prentsmiðjuna. Það geri ég ekki fyrren söfnunin er búin. Ég þarf líka að hafa samband við búðir varðandi forsölu. Sumsé, bjóða þeim búðum betri kjör sem kaupa fyrirfram. Kannski er allt það erfiðasta eftir. Sérstaklega endalaust reikningur.En samkvæmt öllu ætti spilið að vera komið úr prentun í byrjun nóvember. Ég held að ég ætti auðveldlega að geta staðið við það (ef ekkert mikið kemur á óvart).Þetta er allavega alvöru.