Þar sem fjárhagsárið hefur verið gott í spilaútgáfu þá tók ég mig til og lagði smá peninga fram í nokkur verkefni sem koma starfsseminni við.
Audacity er opinn hugbúnaður fyrir hljóðvinnslu.
Kdenlive er opið klippiforrit.
Internet Archive varðveitir netið að stórum hluta og ótal verk þar að auki.
Það voru nokkur önnur verkefni sem ég skoðaði en þar var oftast frekar leitað eftir vinnuframlagi heldur en peningum. Önnur vildu bara mánaðarleg framlög sem heillar mig ekkert sérstaklega af því að ég vil ekki vera að færa svona til bókar oft á ári og sérstaklega ekki þegar upphæðin flakkar til með genginu.
Auðvitað ættu allir sem nota þessi opnu verkefni í rekstri að gefa eitthvað til að halda þeim gangandi.
Síðan tók ég mig til og leitaði uppi reiknivélar til að sjá hvað ég þyrfti að gera til að kolefnisjafna spilaframleiðslu- og flutninga. Ég valdi að endurheimta votlendi af því að ég fékk útskýringu á því hvernig mýrarnar virka fyrr á þessu ári. Útreikningurinn sýndi að lokum að ég hafði ekki eyðilagt loftslagið jafn mikið og ég hélt. Ég námundaði því bara upp enda ég hef ekki gert þetta áður. Auðvitað ættu svona framlög að vera skilyrði fyrir alla sem er í rekstri og framleiðslu.