Það að lyfjaskortur sé landlægur mun m.a. valda því að fólk mun reyna að kaupa lyf eins fljótt og það getur þegar þau eru til.
Segjum að maður sé á lyfi sem dugar í 40 daga en lyfseðillinn endurnýjast á 30 daga fresti. Ef maður getur treyst því að lyfið sé alltaf til þá hefur maður tíu daga glugga og notar hann bara eftir hentugleika. Ef maður treystir ekki lyfið sé alltaf til þá mætir maður um leið og maður getur til þess að hámarka líkurnar á að maður nái í lyfið. Maður mun líklega endurtaka það næsta mánuð og svo framvegis þar til maður er jafnvel kominn með góðar byrgðir af lyfinu.
Síðan getur auðvitað gerst að maður hætti að fari að taka annað lyf í staðinn eða bara að hætta að taka lyfið og þá munu lyfin aldrei nýtast neinum. Þá hefur ríkið líka verið að sóa peningum.
Nú gæti verið að einhverjir fari að reikna að það sé allra best að fólk hafi sem stystan glugga frá því að hægt er að sækja lyf þar til lyfjaskammturinn klárast. En auðvitað er það enginn lausn.
Lausnin er að hafa andskotans lyfin til. Þá þarf fólk ekki að vera í endalausu stressi og veseni.
Eitt skref gæti verið að sekta apótek eða heildsala þegar lyfin eru ekki til. Síðan gæti ríkið bara tekið yfir þennan bransa. Jafnvel opnað lyfjaverksmiðju. Kerfið er ekki að virka og við þurfum greinilega að breyta því. Frjálsi markaðurinn er ekki að höndla þetta. Við eigum ekkert að venjast lyfjaskorti. Það er galin hugmynd.