Gráskallakastalateningaturn

Ég á þrívíddarprentara. Ég prenta mest af hagnýtum hlutum, festingum og slíku. Stundum hanna ég eitthvað en oftast snýst það bara um að sameina tvö módel í eitt.

Áhugaverðasti vefurinn fyrir eigendur þrívíddarprentara er Thingiverse. Þar getur maður fundið ótal módel til prentunar. Ég hef prentað ýmislegt þaðan og það á líka við um teningaturninn (turn/gríparabrú) sem ég var að búa til.

Þegar ég varð sex ára fékk ég Gráskallakastala (Grayskull) í afmælisgjöf. Hann er löngu glataður eins og flest dót sem ég átti í æsku. Þannig að þegar ég sá að hægt var að búa til teningaturn sem byggður var á þessum kastala sló ég auðvitað til.

Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætlaði að hafa tilbúna módelið en endaði með að prenta það í silfurgráum lit. Þá tók ég þessa mynd. Ég var frekar ánægður með þetta þó ekki hafi allt virkað fullkomlega. Mig langaði samt örlítið að gera aðeins betur. Þannig að ég ákvað að kaupa mér málningarprey og prufa að fá smá lit á turninn.

Gráskallakastali var ekki einlitur og, það sem meira er, þá voru öll leikföngin í aðeins mismunandi litum. Ég ákvað því að prufa að grunna með svörtum og spreyja síðan aðeins með dökkgrænum. Ég var bara töluvert sátur við útkomuna. Ég er ekki viss um að ég hefði getað keypt mér mikið flottari teningaturn.